3. Umhverfissjónarmið

Þau umhverfissjónarmið er snúa að vegum um mólendi eru svipuð og í annarri vegagerð, en þó með nokkrum áberandi viðbótum. Almenn umhverfissjónarmið í vegagerð eru rædd í öðru ROADEX netnámskeiði. [Link to the elearning lesson on environmental considerations] Hér verður því sjónum beint að þeim sérstökum málum sem þarf að taka tillit til þegar vegur er lagður um mýrlendi.

Aðalatriðið í öllum málum sem snertir mó er stýring og verndun staðbundinnar straumfræði og þá sérstaklega hreyfing vatns í og um mýrlendið. Aldrei eru lagðar of miklar áherslur á mikilvægi áhrifs vatns og vatnsstreymis í mýrlendi á framkvæmdir. Ef ekki er tekið tilliti til þess getur það leitt til mjög alvarlegra vandamála.

Náttúrleg mýri sem ekki er undir sérstöku álagi samanstendur af tveimur gróðurlögum.

  • Efra lagið nefnist „acrotelm“ og er lifandi jarðvegslag með tiltölulega mikla lekt og breytilegt vatnsinnihaldi. Þetta lag er ríkt af mó – mynduðum af loftháðum bakteríum og býr yfir lifandi neti af vaxandi plöntum. Mest af vatnsflæði í mýrlendi á sér stað í þessu lifandi acrotelm lagi.
  • Neðra lagið nefnis „catotelm“ og einkennist af dauðum og rotnuðum plöntuleifum. Í þessu lagi er vatnsinnihald stöðugt og lítil lekt er í því. Lagið er ávalt undir vatnsyfirborði og kemst því ekkert súrefni að því og því finnast ekki í því neinar mómyndandi loftháðar bakteríur.

Mýrarþembur vesturhluta norðurjaðarsvæðana geta mynda „vatnspípur“ innan catotelm lagsins. Þessar pípur hefja venjulega líf sitt sem neðanjarðar vatnsstraumur á steinefnayfirborðinu undir mónum og geta í framhaldinu þróast upp í að verða talvert stór neðanjarðar vatnsföll, allt að 1 metra að breidd. Ef vatnsþrýstingur eykst innan þessara pípa geta þær hrunið saman og valdið mýrarsprengingum og móskriðum í halla. Álag á yfirborð mós getur einnig valdið slíku hruni á neðanjarðarpípum og því ætti að hafa það í huga þegar byggt er á mýrarþembu.

Flestir ROADEX aðilarnir hafa mótað staðlaða aðferð þegar vegir um mýrlendi eru skipulagðir. Venjulega er miðað við að eftirfarandi atriði séu framkvæmd:

  • Yfirlitsathugun til þess að greina þau atriði sem þarf að einbeita sér að í umhverfinu – straumfræði mýrlendisins, plöntur og dýralíf, hvort að um sé að ræða vatnsföll, afvötnun o.s.frv.
  • Umhverfimat á fyrirhuguðum vegi – hvaða áhrif lagning vegar geti haft á núverandi ástand mýrarinnar og til hvaða mótvægisaðgerði megi grípa til þess að draga úr áhrifum til styttri tíma, til miðlungs langs tíma og til lengri tíma, sérstaklega varðandi núverandi straumfræði, mengunvarnir og afvötnunar vegarins.
  • Mótvægisaðgerðir –  þær aðgerðir og verkferli sem lagðar eru til þess að forðast, draga úr eða bæta úr þeim slæmu áhrifum sem verða og auka við hin jákvæðu.

Auk umhverfismats er nú aukin krafa á jarðtæknilegt áhættumat fyrir vegagerð um mýrar til þess að vernda enn frekar hið viðkvæma mýrarumhverfi. Mikilvægt málefni innan slíks mats er aukin áhætta á móskriðum sem orsakast af uppbyggingu innviða vegarins. Grunnatriði jarðtæknilegs áhættumats eru rædd í kafla 4.

ROADEX leggur til að viðhald og styrking eldri vega sé meðhöndluð á sama hátt og bygging nýs vegar þegar kemur að umhverfisáhrifum. Sú staðreynd að vegur er til staðar ætti þó að gera matið nokkuð einfaldara þar sem vegur er orðinn hluti af landslaginu. Núverandi  vegur veitir einnig vísbendingar um það hvernig vinna við veginn muni hafa áhrif á umhverfi.

Dæmigerð umfjöllunarefni sem taka þarf tillit til þegar farið er í vegagerð um mýrlendi eru:

Úrgangur

Umhverfisstofnanir krefjast almennt að röskun mós sé takmörkuð til þess að koma í veg fyrir óþarfa uppsöfnun mós og úrgangsjarðvegs. Eftir því sem minni mór fellur til þarf almennt minni úrgangsstýring að eiga sér stað. Besti stýringarkosturinn er að varna því að hann falli til með góðu skipulag og jarðvegsathugunum. Markmiðið ætti að vera að endurnýta sem mest af mónum í innviði vegarins þ.e.a.s. landmótun og þannig forðast að búa til úrgangsjarðveg.

Geymsla

Geymsla mós á framkvæmdarsvæði, þá sérstaklega móeðju, ætti að vera síðasti valkostur. Uppgrafinn mór býr yfir mjög lágu burðarþol og háu vatnsinnihaldi og getur valdið dýralífi og fólki raunverulegri hættu. Því ætti alltaf að afgirða geymslusvæði. Slík svæði gætu einnig þurft að fá leyfi frá stofnun er fjalla um umhverfismál.

Mengun

Mór getur haft mjög slæm áhrif á læki og vatnsföll ef hann berst út í þau. Því ætti að leggja sérstaka áherslu á að ef að mór spillist vegna framkvæmda t.d. vegagerð eða af geymslusvæðum berist ekki út í umhverfið og valdi mengun.

Móskriður

„Móskriður“, „mýrarsprengjur“ og „rennsli“ eru hugtök sem lýsa óvæntum hreyfingum mómassa. Slíkir viðburðir eiga sé oftast náttúrulega orsakir og venjulega verða þeir af völdum óhagstæðra veðurskilyrða en þeir geta einnig tilkomið vegna framkvæmda.  Dæmigerðar aðstæður sem gera svæði líklegri til að mór skríði eru:

  • mórinn liggur á mjög ógegndræpu leir eða steinefnalagi;
  • sprungur eða opnanir sem gera afvötnun milli yfirborðs mýrarinnar og neðsta lags hennar;
  • hækkað vatnsinnihald í mónum vegna leka, grunnvatnsstreymis, niðurstreymis, pípna eða farvega.
  • breyting á vatnsrennsli, hugsanlega með gerð vegfyllinga þvert á grunnvatnsstreymi, getur valdið hækkun vatnsþrýsting á afmörkuðum svæðum og valdið broti.

Auk þessa hefur komið í ljós að ávöl brekka neðan upphafsstaðs móskriði getur lagt sitt af mörkum tl þess að koma slíkum atburð af stað. Á Írlandi hefur slíkt verið greint sem ein af aðalástæðum nýlegra stórra móskriða.

Fyrir samantekt yfir það sem er vitað um stærri hreyfingar mós má lesa ROADEX II skýrsluna: Guidelines for risk management of peat

  • Mór er mjög breytilegt efni og lítið hægt að treysta á hegðun þess;
  • Hreyfingar verða í miklum rigningum, oft eftir storma að sumri;
  • Loftslagsbreyingar geta leitt til fjölgunar brota ;
  • Ekki er hægt að áætla sem svo að brekka sem hafi verið stöðug verði stöðug til framtíðar;
  • Umhverfisáhrif vegna hreyfinga mós geta verið mikil;
  • Skrið á upptök sín í rennsli;
  • Skrið verður þar sem mór er mjög blautur;
  • Misbrestir í innri afvötnun og há grunnvatnsstaða eru lykilþættir;
  • Aukning í poruvatnsþrýstingi dregur úr jafnvægi hliðarhalla;
  • Skrið virðast helst eiga sér stað við eða rétt fyrir ofan mörkin milli mós og steinefnalags.
  • Í öfgakenndum viðburðum getur mórinn orðið vökvakenndur og runnið niður mjög aflíðandi brekkur;
  • Hröð uppbygging getur haft meiriháttar áhrif, þ.e. með yfirþrýstingi;
  • Staðsetning vegar til hliðar við ávala brekku getur valdið skriði;
  • Uppgröftur vegar getur valdið skriði þegar mórinn missir stuðing fláafótar;
  • Veglagning um mýrlendi getur valdið hruni á innri afvötnunarkerfum;
  • Upphleðsla mós til geymslu getur valdið skriði.

SHARE: