Formáli

Netnámskeiðið „Umhverfismál fáfarinna vega“ er afurð ROADEX IV verkefnisins. ROADEX IV verkefnið, “ROADEX Implementing Accessibility”, er tæknilegur, samvinnuvettvangur aðila frá nokkrum löndum. Þeir aðilir eru; Hálandaráðið, skoska Skógræktin og Vestur-eyja ráðið frá Skotlandi, Norðvestur svæði norsku Vegagerðarinnar, Norðursvæði sænsku Vegagerðarinnar og sænska Skógræktin, Miðstöð efnhagslegrar þróunar, samgangna og umhverfis frá Finnlandi, grænlenska ríkistjórnin, íslenska Vegagerðin og írska Vega- og samgöngustofnunin. Leiðandi aðili í þessu verkefni er Norðursvæði sænsku Vegagerðarinnar og aðalráðgjafi er Roadscanners Oy frá Finnlandi.

Markmið námskeiðsins er að draga saman mikilvægustu umhverfisþætti, sýna góðar aðferðir til að stýra þeim og veita leiðbeiningar til aðila sem starfa við fáfarna vegi norðurjaðarsvæðanna. Námskeiðið er byggt á ROADEX II skýrslunni „Environmental Guidelines” and “Environmental Guidelines – Pocket Book“ skrifuð af Johan Ullberg, auk stoðgagna sem komið hafa til í samtölum höfundar við vegagerðarmenn og sérfræðinga á norðurjaðarsvæðunum.

Aðal vinnuhópurinn sem stendur að þessu námskeið samanstendur af Annele Matintup, Timo Saarenketo frá Roadscanners Oy og Johan Ullberg frá sænsku Vegagerðinni. Mika Pyhähuhta frá Laboratorio Uleaborg er ábyrgur fyrir listrænni hönnun og framleiðslu. Beðist er velvirðingar ef að einhverjir hafa gleymst í þessari upptalningu.

Vinnuhópurinn vill þakka öllum sem hafa komið að gerð netnámskeiðanna. Sérstakar þakkir fær ROADEX stýrinefndin, sem Hr. Per-Mats Öhberg leiðir, fyrir allan stuðning sem nefndin hefur veitt varðandi hönnun og framleiðslu námskeiðsins. Hvatning þeirra og eldmóður hefur verið stöðugur drifkraftur.

Fjölmargar góðar heimildir eru nefndar í námskeiðinu til að dýpka skilning á umhverfismálum. Höfundar mæla með eftirfarandi riti fyrir þá sem vilja verða sér úti um nákvæma útlistun á fræðunum að baki „Fáfarnir vegir og umhverfismál“:

“Dawson Andrew 2009. Water in Road Structures, Movement, Drainage & Effects. Springer Science+Business Media B.V. ISBN 978-1-4020-8561-1.”

Að lokum eru öllum starfsmönnum Norðurslóðaverkefnis Evrópusambandsins og ráðgjöfum á svæðunum færðar þakkir fyrir þann stuðning sem þau hafa veitt ROADEX verkefnunum fjórum síðustu 12 árin.

Annele Matintupa
Timo Saarenketo
Johan Ullberg
Mika Pyhähuhta

Halda áfram