1.1. Inngangur
Þetta námsefni fjallar um til hvers þarf að taka tillit til þegar mór er notaður sem undirstaða fyrir fáfarinn veg og hvernig best er að standa að vegagerð og viðhaldi slíkra vega. Námsefnið dregur saman þau aðalatriði sem þarf að taka tilliti til þegar lagning nýs vegar eða uppbygging eldri vega um mýrlendi er skipulögð. Í þessu námsefni er ennfremur fjallað um algengustu vandamál sem koma upp í slíkri vegagerð.
1.2. Lífrænn jarðvegur
Mór er lífrænn jarðvegur sem samanstendur af, í sinnu tærustu mynd, vatni og rotnandi plöntuleifum. Hann er einn af mörgum lífrænum jarðvegsgerðum sem má finna víðsvegar í mismunandi landslagi. Lífrænn jarðvegur myndast þar sem dautt lífrænt efni (þ.e. plöntu- og dýraleifar) ummyndast yfir tíma í ferli sem nefnis mómyndun (humification). Lífrænt efni í slíkum jarðvegi getur fallið til á ákveðnu svæði þegar gróður deyr, sem mór, eða getur skolast frá myndunarstað með flæði vatns svo sem með, skyndiflóðum, árstíðarbundnum flóðum, ám o.s.frv. Í íslenskum mó er meira af steinefnum en algengt er í nágrannalöndunum en þetta skapast mest af dreifingu gosefna og foki fínkornóttra steinefna.
Finna má nokkrar aðalgerðir lífræns jarðvegar á norðurjaðarsvæðum:
- Leðja (gyttja) – jarðvegur úr feitu seti sem fellur til á botnum vatna og sjávarbotnum og myndast úr leifum plantna og annars vatnslífs
- Dý – set úr kvoðuefnum sem myndast í næringarsnauðum vatni (colloidal suspensions)
- Mór – staðbundinn jarðvegur (þ.e. jarðvegur sem fellur til á sama stað) sem samanstendur af rotnandi plöntum og mosa. Gróður rotnar mjög hægt eða aðeins að hluta í súrefnissnauðu vatnsmettuðu umhverfi og getur mórinn því verið mjög trefjaríkur.
Lífrænn jarðvegur getur einnig innihaldið ummyndaðan (transitional) lífrænan jarðveg. Slíkur jarðvegur býr yfir mismunandi miklu steinefnainnihaldi sem ræðst af magni steinefna, sem skolast með og falla út úr flæði vatns, þegar hann myndast, t.d „leðjuborinn leir“, „lífrænt silt“, „fínefnaríkur sandur“, o.s.frv.
Til að flækja ekki um of námsefnið takmarkast umfjöllunin við umræður um staðbundna myndun mós þar sem plöntuleifar rotna.
1.3. Myndun mós
„Á hverju hausti falla jurtir og visna. Í mýrum og stöðuvötnum rotna þær ekki að neinu ráði að óbreyttum ytri aðstæðum, svo að jurtaleifarnar safnast fyrir og mynda mólög. Gerlar og sveppir vinna síðan að umbreytingu mósins. Þeir taka til sín súrefni úr plöntuleifunum og auka þannig smám saman kolefnisinnihald hans. Besti mórinn er því ávallt í neðstu lögum mýra, enda elstur og mest umbreyttur. (Þorleifur Einarsson 1971).
Íslenskt mýrlendi skipist í þrjá flokka, hallamýrar, flóa- og flæðimýrar og teljast aðeins flóa- og hallamýrar til mómýra en flæðimýrar eru annarar gerðar og jarðvegur þar yfirleitt fíngerður og steinefnaríkur framburður.
- Hallamýrar, verða helst til þar sem úrkoma er mikil, uppgufun lítil og berggrunnur þéttur. Jarðvegurinn helst votur og grunnvatn er í yfirborði. Þó svo að mýrarnar séu í nokkrum halla geta plöntuleifasr safnast saman og myndað mó. Hallamýrar verða einnig til þar sem lindir koma fram í fjallshlíðum eða vatn leitar út úr skriðum.
- Flóamýrar, eru háðar landslagi og eru þær helst í dældum, vatna- og tjarnarstæðum. Vötnin grynnka smá saman þegar lífrænar leifar og bergmylsna botnfalla. Mómyndun verður jafnframt frá vatnsbökkum og heldur þetta ferli áfram þar til vatnsstæðið fyllist. Yfirborð mýranna tekur þá að hækka og verða þær þá bunguvaxnar og hæstar í miðju. Við þetta þorna þær og geta orðið skógivaxnar með tímanum.
Meirihluti votlendis á Íslandi telst til hallamýra en í nágrannalöndunum er algeng myndun mós eftir ferlinu „flóamýri (mire)“, „fen (fen)“ og „hámýri mýri (raised bog) “ sem venjulega er nefnt „þróun votlendis“ (wetland succession, Hobbs 1986).
- „Flóamýrin“ – þar sem set byggist upp á botni tjarna sem sækja vatn frá lækjum, grunnvatni að öðru aðstreymi. Setið eykst yfir tíma og verður lífrænnna, þegar plöntuleifar falla í setið;
- Með áframhaldandi samansöfnun plöntuleifa vex „fenið“ upp úr vatnsyfirborðinu og myndar svokallaða „hámýri“. Meðan á fenja stiginu stendur nærast plöntur enn á tjarnarvatninu og efnum úr setinu, en byrja jafnframt að reiða sig á regn og bráðnun snjós til að vaxtar og viðhalds;
- Með auknum vexti heldur mýrin áfram að rísa upp upp úr tjarnarvatninu og upp úr áhrifum undirliggjandi grunnvatns. Á þessu stigi verður mýrin algerlega háð regnvatni til viðgangs og viðheldur eigin vatnsbirgðum, ofan grunnvatnsborðs, innan massa sín.
Mómyndun er hæggeng í þessu ferli og tekur það um 10 ár að mynda 1 sm af mó. Mikilvægasti þátturinn í mynduninni er vatn og sérstaklega það vatnsjafnvægi sem ríkir innan mómassans. Til þess að mýrlendi viðhaldi sér þarf aðflutningur vatns að vera meiri en vatnstap.
Þekjumýri (blanket bog) getur einnig myndast beint ofan á hagstætt yfirborð án þess að til þurfi að koma hefðbundin „þróun votlendis“ ef loftslag er nægjanlega rakt. Þekjumýri dregur nafn sitt af því að hún þekur landið líkt og teppi. Slík mýrlendi þarfnast að minnsta kostir 1000 mm árlegrar rigningar og að lágmarki 160 rigningardaga til þess að viðhalda sér.
1.4. „Mýrar fen og mýrarpyttir“ á norðurjaðarsvæðum
Finna má mýrlendi, fen, hámýrar og þekjumýrar um allt norðurjaðarsvæði Evrópu eins og sést á meðfylgjandi korti.
Rústa mýrar
Rústa mýrar (e. Palsa mire) finnast í litlu mæli hér á landi og aðeins í mikilli hæð (um eða yfir 500 m.y.s.) en þessar mýrar myndast í norðurhluta Finnlands og nærliggjandi svæðum, þar sem aðstæður gefa frosnum ískjörnum tækifæri til þess að þróast og vaxa innan mómassans í einangrun frá sumarþíðu.
Rústa mýrar viðhalda sér á vatni frá árlegri snjóbráðnun og þetta veldur miklu steinefnainnihaldi í mólaginu. Veglagnin á palsa svæðum þarfnast sérhæfðra jartæknilegara lausna sem sérhæfðrar uppbyggingar slitlags til þess að ráða við öfgafullt umhverfi. Aðeins er lauslega fjallað um þetta málefni hér.
Fen
Fen (“Aapa” mýra á finnsku) má finna í flestum ROADEX löndunum.
Þessar gerðir pytta má einnig kalla „strengjapytti“ vegna línulegrar gerðar tjanar og mjórra hryggja sem geta myndast í stefnu vatnsflæðis. Þeir geta náð yfir töluvert stór landssvæði og búa oftast yfir hærra hlutfalli steinefna en upphækkaðir pyttir vegna magns steinefna í því vatni sem viðheldur þeim.
Hámýri – upphækkaðar mýrar – raised bogs
Upphækkaðir pyttir viðhalda sér á regnvatni og innilokuðu vatni í pyttnum.
Þekjumýrar – blanket bog
„Þekjumýrar“ á norðurjaðarsvæðum ur venjulega á svæðum þar sem úthafsloftslags gætir og miklar rigningar eru tíðar.
Áhugavert einkenni þekjumýra er grunnvatnsflæði þeirra. Það getur verið nokkuð viðamikið og falist í neðanjarðar „pípum“ innan mósins. Gera þarf ráð fyrir slíkum straumum í vinnu eins og vegagerð.
1.5. Flokkun mós
Mó má flokka í 3 grunngerðir í verkfræðilegum tilgangi (Radforth 1969). Þær eru:
a) „grófgerður trefjaríkur“ mór
b) „fínn trefjaríkur mór“ mór
c) „ummyndaður-kornóttur“ mór
Þessum gerðum má skipta niður í 17 undirhópa fyrir nákvæmari flokkun eins og sjá má í meðfylgjandi töflu:
Flokkun mógerða (Heimild: NW Radforth, Muskeg Engineering Handbook, 1969)
Ráðandi einkenni | Flokkur | Heiti |
Ummyndaður kornóttur | 1 | Ummyndaður kornóttur mór (ummyndaður steinefnaríkur mór) |
2 | Fín trefjaríkur mór, ekki viðarkenndur | |
3 | Ummyndaður kornóttur mór sem inniheldur fínar trefjar, ekki úr viði | |
4 | Ummyndaður kornóttur mór sem inniheldur fíngerðar viðartrefjar | |
5 |
Mór sem er að mestu ummyndaður og kornóttur sem inniheldur fínar trefjar sem ekki eru úr viði en bundnar í viðarkenndum fíngerðum ramma |
|
6 |
Mór sem er að mestu ummyndaður og kornóttur sem inniheldur fínar trefjar sem ekki eru úr viði en bundnar í viðarkenndum grófgerðum ramma |
|
7 |
Mismuna lög af óviðarkenndum, fíntrefjaríkum mó og ummynduðum kornóttum mó sem inniheldur óviðarkenndar trefjar |
|
Fíntrefjaríkur | 8 | Óviðarkenndur, fín-trefjaríkur mór sem inniheldur hauga af grófgerðum trefjum |
9 | Viðarkenndur fín-trefjaríkur mór sem bundin er viðarkenndum, grófgerðum ramma | |
10 | Viðarkenndar agnir sem eru bundnar óviðarkenndum, fíntrefjaríkum mó | |
11 | Viðarkenndar og óviðarkenndar agnir í fíntrefjaríkum mó | |
Gróftrefjaríkur | 12 | Viðarkenndur, gróftrefjaríkur mór |
13 | Grófar trefjar í annars fíntrefjaríkum mó | |
14 |
Óviðarkenndur og viðarkenndur mór bundin í gróftrefjaríkum ramma |
|
15 |
Viðarkennt net af trefjum og ögnum er umvefja myndlausan kornóttan mó sem inniheldur fínar trefjar |
|
16 | Viðarkenndur, gróftrefjaríkur mór sem inniheldur viðarbúta á víð og dreif | |
17 |
Net af trjádrumbum og rótum er liggja saman sem umvefja viðarkenndan gróftrefjaríkan mó með viðarbútum |
Ummyndaður kornóttur mór hefur hátt kollóíða steinefnainnihald og leitast við að bynda vatn í aðsogsvatnsfomri umhverfis kornauppbygginguna. Þær tvær mógerðir, fíntrefjaríkur og gróftrefja ríkur, eru viðarkenndari og halda megninu af sínu vatni innan mómassans sem frjálsu vatni. Flokkun þessi endurspeglar hvernig mórinn varð til og mismunandi þrep ummyndunar og gefur til kynna marga verkfræðilega eiginleika sem blasa við þeim sem koma að hönnun vega.
Einnig má flokka mó með því að kreista (Von Post 1926) og taka eftir að hversu ummyndunar ferlið er langt gengið, þ.e. hversu langt rotnun er komin á veg.
Ummyndunar-stig |
Auðkenningar leiðarvísir |
H1 | Algerlega óbreyttur og eðjufrír mór sem gefur aðeins frá sér hreint vatn þegar hann er kreistur. Plöntuleifar eru enn vel greinanlegar. |
H2 | Nær óbreyttur og eðjufrír mór sem gefur frá sér nær hreint og litlaust vatn. Plöntuleifar eru enn vel greinanlegar. |
H3 | Mjög lítilega rotnaður eða mjög lítilega eðjukenndur mór sem gefur frá sér eðjulitað vatn, en engin fastari efni í mónum smjúga á milli fingra. Kreistur mórinn er í þykkari kantinum. Plöntuleifar hafa misst meira af auðkennanlegu útliti. |
H4 | Mjög lítilega rotnaður eða mjög lítilega eðjukenndur mór sem gefur frá sér eðjulitað vatn. Kreistur mórinn er þykkur. Plöntuleifar eru nánast óþekkjanlegar. |
H5 | Nokkuð rotnaður eða eðjukenndur mór. Plöntustrúktúr enn sýnilegur en lítillega farinn að hverfa. Eitthvað af myndlausum mó smýgur milli fingra við kreistingu en aðallega eðjukennt vatn. Pressaður mórinn er mjög þykkur. |
H6 | Nokkuð rotnaður eða mjög eðjukenndur mór með ógreinilegum plöntustrúktur. Við kreistingu smýgur um 1/3 af fastefnum mósins milli fingra. Afgangurinn er mjög þykkur en með sýnilegri plöntustrúktur en áður en mórinn var pressaður. |
H7 | Áægtlega vel rotnaður eða mjög eðjukenndur mór með ógreinilegum plönutstrúktur. Við kreistingu smýgur um helmingur mósins milli fingra. Ef vatns losnar einnig er það dökkt og mókennt. |
H8 | Vel rotnaður eða mjög eðjukenndur mór með ógreinilegum plöntustrúktur. Við kreistingu smýgur um 2/3 af mónum milli fingra og stundum þykkur vökvi. Afgangurinn samanstendur aðallega af trefjum og rótum. |
H9 | Nær algerlega ummyndaður eða eðjuríkur mór með nánast engum greinanlegum plöntustrúktur. Nær allur mórinn smýgur milli fingra við kreistingu líkt og deig. |
H10 | Algerlega rotnaður eða eðju mór þar sem engin plöntustrúktur sést. Allt efnið smýgur milli fingra við kreistingu. |
Svíar hafa tekið greiningaraðferðina saman í einfalda töflu og er mælt með henni sem flokkunaraðferð fyrir mó þegar unnið er í vegagerð á fáförnum vegum.
Video clip of an unhumified peat sample being squeezed by hand – Von Post H2 |
Heiti |
Flokkur
|
Lýsing |
Náttúrulega trefjaríkur mór | H1-H4 |
Lítil ummyndun. Auðgreinilegur plöntustrúktúr |
Miðlungs ummyndaður mór | H5-H7 | Meðal ummyndun. Enn má greina plöntustrúktúr. |
Ummyndaður mór | H8-H10 | Mikil ummyndun. Enginn greinanlegur plöntustrúktur. Maukkenndur þéttleiki. |
Flokkun ROADEX á mó byggir á aðferð sem kennd er við Svíann Lennart Von Post, (Karlsson & Hansbo 1981). Taflan tekur til greina að plöntur á botni mópytts geta verið þær sömu og í efsta lagi, eini munurinn væri þá mismunandi stig ummyndunar.
1.6. Einkenni mós og eiginleikaskrá
Almennt
Eins og sjá má er mór mjög breytilegt efni sem býr yfir eigindum sem eru beinar afleiðingar af hvernig hann myndast, þ.e. að segja „myndunarfræði“ hans. Á einum enda skalans er „trefjaríkur mór“ þar sem plöntustrúktúrinn er mjög greinilegur og ummyndunarferlið hefur varla byrjað, líkist helst mottu. Á hinum enda skalans er „ummyndaður mór“ þar sem strúktúrinn er mjög ummyndaður með engum greinanlegum plöntuleifum og líkist á margan hátt leir. Þessi breytileiki getur átt sér stað í mó bæði lóðrétt og lárétt. Miklar breytingar geta átt sér stað á aðeins 10 metrum lárétt og enn styttri vegalengd lóðrétt. Því þarf að viðhafa mikla nákvæmni þegar mósýni eru tekin til þess að tryggja að þau séu eins einkennandi fyrir móinn eins og mögulegt er þegar kemur að prófunum á eiginleikum hans.
Eiginleikar og eigindi
Vatnsinnihald
Mest áberandi eiginleiki óhreyfðs mós er hátt vatnsinnihald og þeir eiginleikar sem vekja hvað mestan tæknilegan áhuga eru bein afleiðing vatnsinnihalds. Vatnsinnihald mós á norðurjaðarsvæðum getur legið á bilinu 500% til 2000% og jafnvel allt að 2500% í sumum trefjaríkum mótegundum en vatnsinnihald í íslenskum mó fer þó sjaldan yfir 1000%. Vatnsinnihald undir 500% er oftast vísbending um hátt hlutfall steinefna innan mósýnisins.
Öskuinnihald
Öskuinnihald (eða ólífrænt innihald) öskusýna er það hlutfall þurrefnis sem eftirstendur sem aska eftir stýrða sprengingu. Mór sem hefur myndast á venjulegan staðbundinn hátt inniheldur um 2% til 20% af ösku af rúmmáli. Í íslenskum mó er aska þó yfirleitt meiri og geti verið um 30–45% háð landsvæðum. Fokefnamagn, aska, vikur og móberg, í íslenskum mýrum er yfirleitt meira enn annarstaðar á Norðurslóðum og yfirleitt eru nokkur öskulög í mýrinni sem geta haft veruleg áhrif á afvötnunareiginleika.
Staðbundin rúmþyngd
Staðbundinn rúmþyngd mós ræðst aðallega af steinefna- og rakainnihaldi. Staðbundin blaut rúmþyngd ummyndaðs kornótts mós getur getur verið allt að 1200 kg/ m³ á meðan rúmþyngd ómettaðs viðarkennds trefjaríks mós getur farið niður í 900 kg/m³.
Þurr rúmþyngd
Þurr rúmþyngd mós ræðst einnig af steinefnum og náttúrulegu rakainnihaldi hverrar móupphleðslu. Þessi rúmþyngd er mikilvægur eiginleiki í vegagerð þar sem hann hefur áhrif á hegðun mós undir álagi. Þurr rúmþyngd mós liggur venjulega milli 60 kg/m³ to 120 kg/m³. Mögulega má sjá hærri gildi þar sem hærra steinefnainnihald er til staðar.
Eðlisþyngd
Eðlisþyngd mós liggur venjulega milli 1,4 og 1,8, hærri gildi endurspegla hærra steinefnainnihald.
Holrýmd
Holrýmd mós ræðst af mótegund og rakainnihald. Sem, dæmi má nefna að mór með 1000% rakainnihaldi er líklegur til að hafa holrýmd í kringum 18. Holrýmd allt að 25 má finna í trefjaríkum mó og niður í 4 í þéttum ummynduðum steinefnaríkum mó. Venjulega dregur úr holrýmd mós eftir því sem neðar dregur, en eins og alltaf þegar mór er umfjöllunar, eru undantekningar frá almennu reglunni.
Lekt
Lekt mós getur verið mjög breytileg. Ræðst það m.a. af ummyndunarstigi hans og getur dregið verulega úr henni við álag. Lekt óhreyfðs mós getur t.d. legið á bilinu 10-2 til 10-5 sm/sek en við álags, t.d. lága fyllingu, getur dregið úr lektinni niður í 10-6 sm/sek, eða jafnvel niður í -8 til 10-9 sm/sek undir hærri fyllingu. Mór pressast umtalsvert undir álagi (sjá kafla 2.2. Samþjöppun og sig). Þegar álag er sett á mýri, sem yfirleitt er mettuð af vatni, minnkar holrýmið og viðbótarspennan yfirfærist í vatnsþrýsting á milli mýrartrefjanna. Eiginlegt sig hefst ekki fyrr en vatnsþrýstingurinn hefur náð að minnka og mýrartrefjarnar tekið við álaginu. Í íslenskum mýrum er yfirleitt mikið um lek lárétt lög og mýrin oft ösku- eða steinefnarík og lektarhraðinn því meiri en í nágrannalöndunum.
Skúfstyrkur
Skúfstyrkur mós ræðst af rakainnihaldi, ummyndunarstigi og steinefnainnihaldi. Því hærra sem rakinnihaldið er því lægri er skúfstyrkurinn, því meiri sem ummyndunin er þeim mun lægri er skúfstyrkurinn og því hærra sem steinefnisinnihald er þeim mun hærri er skúfstyrkurinn. Skúfstyrkur í hefðbundnum samþjöppuðum mó (trefjaríkum og meðal ummynduðum mó) má að öllu jöfnu lýsa með c´= 2 kPa og φ=28ovið fyrstu áraun. Við venjulegt álag undir 13 kPa, eykst samheldni (afleiðin samtvinnun trefja) að allt að 5-6 kPa á meðan dregur úr núningshorni að núlli.
Erfitt getur reynst að mæla staðbundin skúfstyrk mós á rannsóknarstofu vegna þess hversu erfitt er að ná dæmigerðu sýni úr raun aðstæðum og koma því óspilltu á rannsóknarstofu án þess að hafa áhrif á samsetningu þess. Vegna þessa hefur verið notast við einfaldar aðferðir til þess að meta skúfstyrk á rannsóknarsvæðinu, t.d vængjapróf. Slík próf gefa þó aðeins takmarkaða mynd og ekki ættir að notast eingöngu við þau án stoðrannsókna.
Skúfstyrkur er sjaldan háður dýpi. Þarf það ekki að koma á óvart þar sem óhreyfður mór er léttur þegar hann er undir vatnsyfirborði. Oft má sjá styrk mós minnka við meira dýpi þegar eiginleikar hans breytast, sérstaklega þegar hann verður minna trefjaríkur og myndlausari við meira dýpi.
Samantekt
Eftirfarandi tafla sýnir nokkra dæmigerða jarðtæknilega eiginleika mós.
Eigindi | Gerð mós |
||
Trefjaríkur mór | Miðluns ummyndaður mór | Myndlaus kornóttur | |
Vatnsinnihald % | 700 – 2000 | 500 -1200 | 500 – 900 |
Öskuinnihald % | 1.5 – 3.0 | 3 – 8 | 8 – 30 |
Staðbundin rúmþyngd (kg/m³) | 900 – 1100 | 900 – 1100 | 900 – 1100 |
Þurr rúmþyngd (kg/m³) | 40 – 70 | 70 – 100 | 100 – 140 |
Holrýmd | 10 25 | 8 – 17 | 7 – 13 |
Lekt (m/sec) | 10-5 – 10-6 | 10-6 – 10-7 | 10-7 – 10-8 |
1.7. Áhrif vatns og forþjöppunar (Pc)
Mór er frekar ungt efni, samanborið við aðrar jarðvegsgerðir, hefur myndast á norðurjaðarsvæðum síðan jöklar hörfuðu fyrir 10.000 árum. Ólíkt flestum öðrum norðlægum jarðvegsgerðum hefur mór ekki forþjappast undir þunga jökuls. Samt sem áður getur mór stundum forþjappast þar sem vatnsyfirborð í mónum hefur lækkað á myndunartíma, t.d. vegna þurrka, afvötnunar eða gegnum aðsog vatns til gróðurs líkt og skóga.
Allar breytingar á vatnshæð í mýri, hvort sem þær eru af náttúrulegum orsökum eða manna völdum, hafa áhrif á hvernig mórinn bregst við álagi. Lækkun grunnvatns í mýri dregur úr jarðvatnsþrýstingi innan mósins og veldur auknum raunþrýstingi sem kemur af stað þjöppun, (þ.e. heildarálag mínu minnkaður jarðvatnsþrýstingur = aukin raunáraun).
Slík áhrif eru ekki mjög algeng í upphækkuðum mýrum en má sjá iðulega í íslenskum mýrum.
Af þessari ástæðu er mikilvægt að vernda straumfræði mýrlendis á meðan á vegagerð stendur og ennfremur að vegagerð lokinni, þar sem óviljandi breytingar í vatnsbúskap geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða skurðgröft eða dýpkun núverandi skurða nálægt fljótandi vegi um mýrlendi eftir að hann hefu verið lagður. Nýjar afvötnunarleiðir, aukin afvötnun, getur valdið umtalsverðri þjöppun í mónum og eyðilagt annars góðan veg.
Afvötnun getur stundum verið til góða, sérstaklega ef hún er framkvæmd áður en ráðist er í vegagerð. Með slíkum aðgerðum er hægt að koma upp stöðugu vatnskerfi fyrir veginn til langrar framtíðar og komið í veg fyrir að lækkun grunnvatns síðar hafi áhrif á mannvirkið. Á þetta sérstaklega við þar sem aðstæður eru svipaðar og á Íslandi. Slíkar aðgerðir geta krafist samþykkis umhverfisverndarstofnanna.