Icelandic

Roadex verkefnið – Íslensk samantekt úr skýrslum ROADEX II

ROADEX verkefnið er tæknilegur samvinnuvett vangur vegagerða í norður Evrópu er hefur það að markmiði að deila upplýsingum um vegi og rannsóknir á þeim milli aðildarlandanna. Verkefnið er að hluta til fjármagnað af EB, norðurslóða áætluninni INTERREG IIIB.

Verkefnið hófst árið 1998 sem ROADEX I, síðan kom meginverkefnið ROADEX II og nú er í gangi lokahlutinn,  samantekt og nánari úrvinnsla í Roadex III. Markmið verkefnisins var að þróa nýjar og gagnvirkar aðferðar við ástandsstjórnun á fáförnum vegum, er næðu að sameina þarfir staðbundins iðnðar, samfélags og vegagerða. Átta viðamiklar skýrslur voru gefnar út undir formerkjum ROADEX II á DVD diski. Eftirfarandi eru samantektir af þessum átta skýrslum sem hafa nú verið skrifaðar undir formerkjum ROADEX III verkefnisins (2006-2007).

Hjólfaramyndun á fáförnum vegum (2006)

(Permanent Deformations/Managing Rutting)

Lykilorð: ROADEX; hjólfaramyndun; burðarþolshönnun; greining malarefna; spennu ástand; óbundin malarefni

Meðhöndlun á rakadrægu jarðefni (2006)

(New Material Treatment Techniques)

Lykilorð: ROADEX; burðarlagsefni; raka viðkvæmni ; óhefðbundnar styrkingaraðferðir; bikþeyta; rannsóknarstofu próf

Hönnun og viðgerðir vega með skert burðarþol á þáatíð (2006)

(Managing Spring Thaw Weakening on Low Volume Roads)

Lykilorð: ROADEX; skert burðarþol á þáartíma; lýsing vandamála; stefna í takmörkun ásþunga; umferðalitlir vegir; vöktun; viðhald

Félagshagfræðileg áhrif ástands fáfarinna vega (2006)

(Socio-Economic Impacts of Road Conditions and Road Management Policies on Low Volume Roads

Lyilorð: ROADEX; heilsufræðileg áhrif; umferðalitlir vegir; ástand vega; félags-hagfræðileg áhrif; félags-hagfræðileg módel

Vegir um mýrlendi (2006)

(Dealing with Bearing Capacity Problems on Low Volume Roads Constructed on Peat)

Lykilorð: ROADEX; vegir; mýri; uppbygging vega; mælingar; jarðtækni

Afvötnun fáfarinna vega (2006)

(Drainage on Low Traffic Volume Roads)

Lykilorð: ROADEX; afvötnun; ástand vega; LCA; vettvangs kannanir; raki; formbreytingar; stífni stuðull; endurbætt afvötnun; líftími vegar

Umhverfisleiðbeiningar (2006)

(Environmental Guidelines)

Lykilorð: ROADEX; umhverfismál; leiðbeiningar; mat áhrifavalda; verklag tengt umhverfismálum; gátlisti

Eftirlit og mælingar (2006)

(Monitoring, communication and information systems & tools for focusing actions)