Formáli

Netnámskeiðið „Afrennsli fáfarinna vega“ er afurð ROADEX IV verkefnisins. ROADEX IV verkefnið, “ROADEX Implementing Accessibility”, er tæknilegur, samvinnuvettvangur aðila frá nokkrum löndum. Þeir aðilir eru; Hálandaráðið, skoska Skógræktin og Vestureyjaráð Skotlands, Norðvestursvæði norsku Vegagerðarinnar, Norðursvæði sænsku Vegagerðarinnar og sænska Skógræktin, Miðstöð efnhagslegrar þróunar, samgangna og umhverfis í Finnlandi, grænlenska ríkisstjórnin, íslenska Vegagerðin og írska Vega- og samgöngustofnunin. Leiðandi aðili í þessu verkefni er Norðursvæði sænsku Vegagerðarinnar og aðalráðgjafi er Roadscanners Oy frá Finnlandi.

Markmið námskeiðsins er að draga saman mikilvægustu málefni sem tengjast hagkvæmri og sjálfbærri stýringu afrennslis á fáförnum vegum á norðurjaðarsvæðum Evrópu. Í námskeiðinu eru kaflar um, fræðin, greiningu á afrennsli, hönnunar endurbóta á afrennsli og hvernig standa skal að góðu viðhaldi á afrennsliskerfum. Allir kaflarnir byggja á rannsóknarniðurstöðum og reynslu sem safnað hefur verið úr ROADEX verkefnum, auk stoðgagna sem komið hafa til í samtölum höfunda við vegagerðarmenn og sérfræðinga á norðurjaðarsvæðunum.

Aðal framleiðsluteymið sem stendur að þessu námskeiði samanstendur af Annele Matintupa og Timo Saarenketo frá Roadscanners Oy. Ron Munro athugaði málfar og prófarkarlas. Mika Pyhähuhta frá Laboratorio Uleaborg er ábyrgur fyrir listrænni hönnun og framleiðslu. Beðist er velvirðingar ef að einhverjir hafa gleymst í þessari upptalningu.

Framleiðsluteymið vill þakka öllum sem hafa komið að gerð netnámskeiðanna. Sérstakar þakkir fær ROADEX stýrinefndin, sem Hr. Per-Mats Öhberg leiðir, fyrir allan stuðning sem nefndin hefur veitt varðandi hönnun og framleiðslu námskeiðsins. Hvatning þeirra og eldmóður hefur verið stöðugur drifkraftur.

Fjölmargar góðar heimildir eru nefndar í námskeiðinu til að dýpka skilning á afrennslisvandamálum. Höfundar mæla með eftirfarandi ritum fyrir þá sem vilja verða sér úti um nákvæma útlistun á fræðunum að baki „Afrennsli fáfarinna vega“:

  • Bakgrundsdokument till handledning för identifiering av behov av avvattninsåtgärsder. VV Publ 2003:103 Vägdikenas funktion och utformning. Sweden
  • Berntsen, G. 1993. Reduksjon av bæreevnen under teleløsningen. Thesis for the doctorate. Norwegian University of Science and Technology. Trondheim. Norway
  • Berntsen, G. and Saarenketo, T. 2005, Drainage on Low Traffic Volume Roads. ROADEX II Report, Roadex II Northern periphery. www.roadex.org 124 p.
  • Carpenter SH & Lytton RL. 1977. Thermal Pavement Cracking in West Texas. TTI Research Report 18-4, Study 2-8-73-1. Texas A&M University, College Station, Texas.
  • Dawson Andrew 2009. Water in Road Structures, Movement, Drainage & Effects. Springer Science+Business Media B.V. ISBN 978-1-4020-8561-1.
  • Doré G. and Zubeck H. 2009. Cold Regions Pavement Engineering, ASCE Press. ISBN 978-0-07-160088-0
  • Drever J.I. ed. 2004. Surface and Ground Water, Weathering and Soils. Elsevier ISBN: 0-08-044719-8.
  • Fredlund D. G. and Rahardjo H. Soil mechanics for unsaturated soil . 1993. John Wiley & Sons, Inc, USA. ISBN 0-471-85008-X
  • InfraRYL 2010. Infrarakentamisen yleiset laatuvaatimukset. Osa 1 Väylät ja alueet. Rakennustieto Oy. ISBN 978-951-682-958-9. Finland
  • Keller Gordon and Sherar James 2003. Low Volume Roads Engineering. Best Management Practices Field Guide. USDA Forest Service, International Programs & Conservation Management Institute, Virginia Polytechnic Institute and State University.
  • Kestler MA (2003) Tecniques for Extending the Life of Low Volume Roads in Seasonal Frost Areas. Transportation Research Record 1819, Volume 2, 275-284.
  • Ravaska O. and Saarenketo T. 1993. Dielectric properties of road aggregates and their effect on GPR srveys. Proc. 2nd Int. Symp. on Frost in Geotechn. Eng., Anchorage, USA. Balkema.
  • Saarenketo, T. 2006. Electrical properties of Road Materials and Subgrade Soils and the Use of Ground Penetrating Radar in Traffic Infrastructure Surveys. PhD Thesis. Acta Universitas Ouluensis, A471, 121 p + 5 app.
  • Saarenketo, T. 2008. Developing Drainage Guidelines for Maintenance Contracts. ROADEX III, Task B Research Report. www.roadex.org p. 59
  • Saarenketo, T. 2008.The Effect of Drainage Condition on the Lifetime of Paved Roads in Northern Periphery. Proceedings of the EPAM3 Conference, Coimbra Portugal.
  • Teiden suunnittelu IV, Tien rakenne 4, Kuivatus. TIEL 2140005. 1993. Tielaitos, Tietekniikka, Kehittämiskeskus. Finland

Að lokum eru öllum starfsmönnum Norðurslóðaverkefnis Evrópusambandsins og ráðgjöfum á svæðunum færðar þakkir fyrir þann stuðning sem þau hafa veitt ROADEX verkefnunum fjórum síðustu 14 árin.

Annele Matintupa
Timo Saarenketo
Mika Pyhähuhta

Halda áfram