4. Jarðtæknileg áhættustýring

4.1 Almennt

Jarðvegsaðstæður eru breytilegar og geta valdið áhættu í verklegum framkvæmdum. Í flestum verkefnum mun alltaf ríkja einhver óvissa um jarðvegsaðstæður þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og hönnunaraðferðir.

Sem svar við þessu leggur ROADEX áherslu á jarðtæknilega áhættustýringu vegna vegaframkvæmda, sérstaklega þegar um ræðir vegi um mýrlendi, þannig að hægt sé að greina jarðtæknilega áhættu áður en vandamál skapast og gera nauðsynlegar aðgerðir til að stýra áhættunni og afstýra hættu. Eurocode 7 staðallinn mælir með eftirfarandi jarðtæknilegri hönnun og áhættustýringu í nýlagningu vega og styrkingu eldri vega:

Frum jarðvegsathugun

?

Jarðvegsrannsókn (Drög að jarðtækniskýrslu)

? ?


Nægjanlegar upplýsingar?


?

Jarðtæknileg hönnun (Jarðtækniskýrsla)

?

Framkvæmd

?

Skýrsla um jarðtæknilega svörun

Jarðtæknileg hönnun og áhættustýringarferli fyrir nýlagninu vega og styrkingar sem Eurocode 7 staðallinn mælir með.

Jarðtæknilegri hönnun og áhættustýringarferlum má beita í öllum verkefnum, stórum sem smáum, sem hluta af áframhaldandi stýringarferlum yfir allan líftíma verksins, eini munurinn er sú vinna sem nauðsynlegt er að ynna af hendi til þess að svara kröfum verksins.

Skýrslur og verkfræðilega álit er hægt að endurmeta og bæta þegar nýjar upplýsingar berast og endurmeta jarðtæknilega áhættu.


Hlutverk jarðtæknilegrar áhættustýringar (GRM) og skráningu jarðtækni áhættu (GRR) á meðan á verkefni stendur er hægt að sýna í eftirfarandi flæðiriti

Stig verkefnis Aðgerð Stýring jarðtæknilegrar áhættu

Skipulag

?

Frumathugun

?

Lögð drög að GRM og GRR

?
? ?

Forhönnun

?

Verkhönnun

?

Uppfærsla GRR

? ?

?

Framkvæmd

?

Bygging innviða

?

Uppfærsla GRR

? ? ?
Notkun ?
Viðhald ?
Uppfærlsa GRR

4.2. Frum jarðvegsathugun og skýrsla

Frum jarðvegsathugun er fyrsta stigið í ferlinu. Í því er hugað að jarðtæknilegri áhættu mismunandi framkvæmdakosta og ráðleggingar settar fram. Dæmigerð frum jarðtækniskýrsla inniheldur útlistun á:

  • þeim skrifborðsrannsóknum sem fóru fram; þ.e. athugun á jarðfræðkortum og heimildum, loftmyndum, námum og framleiðslustöðum steinefna, fyrri jarðvegsathugunar, flóðaskráningar, mengun á landi, o.s.frv.
  • heimsóknum á svæðið; þ.e. fyrsta ganga um svæðið, formfræði jarðmyndana og jarðfræðileg kortlagnin, jarðvegsboranir, prufuholur, sýnatökur og prófanir, afvötnun/straumfræði o.s.frv.
  • jarðtæknilegar aðstæður – jarðvegur á svæðinu og jarðtæknilegir eiginleikar hans, mikilvægi jarðfræðilegra myndana, grunnvatnsaðstæður, o.s.frv.
  • samanburður á kostum og áhættu
  • ráðleggingar varðandi mælitæki til eftirlits með framkvæmdasvæði og hversu oft á að lesa af þeim
  • skráning á jarðtæknilegri áhættu

4.3. Jarðtækniskýrslan

Jarðtækniskýrslan er aðal túlkunartól jarðtæknilegra aðstæðna fyrir stærri framkvæmdir og inniheldur nákvæma útlistun á öllum þeim athugunum og rannsóknum sem fram hafa farið ásamt jarðtæknihönnun. Skýrslan byggir á frumskýrslunni og þar skal uppfærð skráning á jarðtæknilegri áhættu, ef vart hefur orðið við ný áhættuatriði, ásamt mótvægisaðgerðum sem hægt er að grípa til.

4.4. Skýrslan um jarðtæknilega svörun

Skýrsla um jarðtæknilega svörun er formleg heimild um alla þá jarðtæknilegu þætti sem upp kunna að koma við framkvæmd verksins. Hefja á slíka skýrslugerð við upphaf framkvæmda og skal hún innihalda heildstæða útlistun á jarðvegsaðstæðum, því efni og þeirri uppbyggingu sem notuð var, þeim athugunum og prófum sem gerðar voru, tækjabúnaði, eftirliti, breytingum á hönnun og öllum vandamálum sem fram komu við framkvæmdina. Skýrslunni ætti svo að skila til öruggrar geymslu á skjala- eða bókasafni svo hún geti nýst sem þekkingarbrunnur fyrir öll framtíðarverkefni við svipaðar aðstæður.

4.5. Skráning jarðtæknilegrar áhættu

Skráning jarðtæknilegrar áhættu er lykillinn í áhættustýringu. Skráningarkerfið skráir og tekur tillit til allra áhættuþátta á skipulegan hátt og tryggir að tekið sé á þeim. Hver áhættuþáttur er greindur í 4 stig:

  • Áhættan greind
  • Lagt mat á líkurnar á hún eigi sér stað og áhrifin sem verða ef þannig vill til
  • Stýring áhættunnar
  • Ábyrgðaraðilar og aðgerðaaðilar tilnefndir

Áhættustuðull = Líkur x Áhrif

Góð samskipti milli verkaupa, hönnuðar og verktaka eru nauðsynleg til að framkvæmd gangi upp. Þegar allir aðilar vinna saman á gagnsæjan hátt eru meiri líkur á að áhætta greinist og hugað verði að henni nógu snemma til að hægt sé að setja fram ráðleggingar, eða koma varaáætlunum í gagnið.

Dæmi um blaðsíður úr jarðtækniskráningu fyrir nýja lágreista fyllingu á mó má sjá í eftirfarandi töflum.

Helst ætti aðeins að samþykkja léttvæga áhættu (1-4), en í raun er þetta ekki alltaf hægt. Áhætta með gildi yfir 9 ætti ekki að vera samþykkt. Í slíkum tilfellum á að draga úr áhættu með viðeigandi aðgerðum, þ.e. stjórnun og/eða mildandi aðgerðum. Dæmi um þetta er sýnt í B töflu hér að neðan.

Önnur aðferð við að setja fram áhættustig sem fylki er sýnd hér fyrir neðan í töflu C

Í ofangreindum dæmum hefur jarðtæknileg áhætta verið metin með tilliti til hugsanlegra tafa við afhendingu á verks. annar valkostur fyrir umhverfislega viðkvæm vinnusvæði gæti verið að meta “áhrifsfaktorinn (I)” sem jarðtæknileg áhætta getur haft á umhverfið.

SHARE: