Innan ROADEX IV verkefnisins voru framkvæmdar nokkrar prufu afrennslisgreiningar á svæðum aðildarlanda ROADEX árin 2010-2012 og niðurstöður þessa verkefna gefa ágætis mynd af hefðbundnum afrennslisvandamálum hvers svæðis. Eins og áður hefur verið nefnt er lélegt afrennsli algengt vandamál á ROADEX svæðinu og til þess að takast á við það hafa löndin þróað svipaðar en þó mismunandi aðferðir aðlagaðar að landfræðilegum aðstæðum, jarðvegsgerð, veðurfari, uppbyggingu vega og viðhaldi þeirra. Í þessum kafla verður samantekt greininga gerð skil og gefið yfirlit yfir algeng vandamál á ROADEX svæðinu. Löndin eru tekin fyrir í stafrófsröð.
7.1 Grænland (Sisimiut)
Nákvæmar upplýsingar um afrennslisgreiningu sem framkvæmd var á Grænlandi má finna í ROADEX IV skýrslunni “Summary of Drainage Analysis in Greenland” og “ROADEX Drainage demonstrations in Nuuk, Greenland”.
Flokkun og tölfræði:
Dæmi um afrennslisflokkun sem notuð var í afrennslisgreiningu í Sisimiut Grænlandi er sýnd á eftirfarandi mynd.
Almennt er afrennsli á ásættanlegu ástandi í þéttbýlinu í Sisimiut. Um 41% af athugaðri lengd vega var flokkað í afrennslisflokk 1, á meðan 27% féll í flokk 3 (afrennsli mjög ábótavant).
Ágallar í afrennsli:
Aðal afrennslisvandamálin í Sisimiut eru vegna vegrásar ofan vegar í hliðarhalla. Sumstaðar eru þessar rásis of grunnar, eða að öðru leyti óskilvirkar, og sumstaðar er ekki um neitt afrennsliskerfi að ræða.
Sum ræsi undir tengingar eru stífluð af jarðvegi og rusli. Oftast þarf einungis að fjarlægja rusl, en kanna ætti ástand þeirra og skipta út fyrir nýtt ef þörf krefur.
Á sumum veghlutum er ekki um neitt afrennsliskerfi að ræða. Þar sem svo er ástatt hefur vatn sem fellur til á yfirborði eða liggur í veghloti enga útgönguleið og mun að lokum valda frostskemmdum á veginum. Sérstaklega á þetta við um skeringar.
Sértækt:
Steyptar rásir hafa verið byggðir sem hliðarafrennslislausn í miðbæ Sisimiut. Flestar þessara rása virka vel en einhverjar eru brotnar og hreinsa þarf þær og gera við.
Snjöll afrennslislausn hefur verið þróuð í bröttum götum í Sisimiut. Steypt þrep hafa verið byggð í botni skurðar til þess að vatn flæði rólegar niður brattar brekkur.
7.2 Finnland
Flokkun og tölfræði:
Dæmi um afrennslisflokkun í Finnlandi má sjá á eftirfarandi myndum.
Ágallar í afrennsli:
Líkt og í öðrum löndum er megin afrennslisvandamálið á finnska vegakerfinu tengt þversniði vegarins. Erfiðustu staðirnir eru í skeringum og vegrásir sem liggja í hliðarhalla.
Flatt og láglent land getur einnig valdið afrennslisvandamálum á stöðum þar sem hætta er á flóðum. Á slíkum stöðum getur veghlotið mettast af raka og varanleg aflögun átt sér stað.
Einkaræsi á tengingum við stofnvegi eru sérstakt vandamál í Finnlandi. Eins og áður hefur verið komið inn á er ábyrgðin á viðhaldi þessara ræsa á herðum eiganda vegarins. Getur þetta valdið vandamálum þar sem eigendur vanrækja viðhald á ræsunum. Oft er þessi ræsi illa byggð, of lítil eða einfaldlega ekki til staðar. Slíkt veldur þrengslum og stíflun á afrennsliskerfi vegarins og veldur skemmdum á aðalveginum.
Sértækt:
Nokkrar afrennslisgreiningar hafa verið framkvæmdar í norður Finnlandi og nú orðin til góð vitund um mikilvægi afrennslis og þau mismunandi vandamál sem upp geta komið ef viðhaldi afrennsliskerfis er ekki sinnt sem skyldi. Einkum hefur sjónum verið beint að því að bæta viðhald afrennslis, og eftirlit með því til þess að athuga hvort að ástandið færi ekki batnandi. Skýrsla var skrifuð um þessa vinnu innan ROADEX IV verkefnisins í Rovaniemi og Kittilä svæðunum. Í Rovaniemi svæðinu sýndu athugunar að aðeins 41% afrennslis á þeim köflum sem sérstakt viðhald hafði farið fram á var gallalaust. Ágallarnir voru samt sem áður minniháttar og alvarleg vandamál sýndu sig áðeins á 154m löngum kafla (2% heildarlengdar). Ágallarnir voru aðallega vegna hruns ytri bakka skurða sem þrengdu að vatnsflæði í botni skurðar. Sumstaðar var vandamálið ónógur langhalli. Eitt atriði sem kom upp var að í afrennslisviðhaldssamningi var ekki gert ráð fyrir að klaki væri fjarlægður úr skurðum fyrr en vatn byrjar að flæða yfir veginn. Ef þannig er að staðið að verki er það of seint og mun valda meiriháttar vandamálum.
Í Kittilä svæðinu sýndi eftirlit með viðhaldvinnu á afrennsli að aðeins 35% af þeim köflum sem merktir höfðu verið til sérstaks viðhalds voru orðnir gallalausir. Minniháttar ágallar voru á 25% lengdar. Ástæður gallanna voru, líkt og í Rovaniemi, að jarðvegur á ytri bökkum skurðar skreið niður í skurðinn og hefti vatnsflæði. Léleg ræsi á tengingum og ónógur langhalli var líka vandmál sumsstaðar. Sérstök vandamál mátti greina þar sem vegur lá um langan veg um mýrarflóa í Kittilä svæðinu. Að bæta afrennsli við slíkar aðstæður er nánast ómögulegt og eina lausnin að hækka veginn.
7.3 Ísland
Flokkun og tölfræði:
Dæmi um afrennslisflokka sem notaðir eru í afrennslisgreiningu á Íslandi eru sýndir á eftirfarandi myndum.
Mikill meirihluti þeirra vega sem athugaðir voru féllu í flokk 1, 79% af athugaðri lengd, og aðeins 2% féllu í flokk 3. Afrennslisástand á vegum á Íslandi er því að meðaltali mun betra en í öðrum ROADEX svæðunum sem athuguð voru.
Brúnir voru flokkaðar í tvo flokka: Flokkur 1 (engin brún), flokkur 2 (brún til staðar).
Brún var á aðeins 13% af þeirri vegalengd sem athuguð og almennt virtist hún ekki hafa áhrif á afrennsli.
Ágallar í afrennsli:
Þeir ágallar sem fundust á Íslandi voru aðallega í tengslum við hliðarhalla og flatlendi. Vegna lítillar stæðni jarðvegar mátti sjá hrun úr bökkum hér og þar og stíflaða skurði. Frárennslisskurðir með litlu rennsli og miklum gróðri voru sumstaðar á flatlendi. Brúnir hindruðu afvötnun yfirborðs á einhverjum stöðum.
Sértækt:
Afrennsliskerfi og aðstæður á íslenska vegakerfinu eru um margt ólík því sem finna má í hinum ROADEX svæðunum. Þeir vegir sem athugaðir voru lágu almennt um þurran jarðveg eða um eldfjallalandsslag þar sem ekki var um nein afrennlisvandræði að ræða! Á mörgum stöðum voru skurðirnar langt frá vegi (10-15m). Til hliðar við marga vegi lágu reiðvegir og sumstaðar töfðu þessir vegir afrennsli frá vegi að skurði.
7.4 Írland
Nákvæmar upplýsingar um afrennslisgreiningu sem framkvæmd var á Írlandi má finna í ROADEX IV skýrslunni “Summary of Drainage Analysis in Ireland, Roads N56 and N59” Summary of Drainage Analysis in Ireland, Roads N56 and N59
Flokkun og tölfræði:
Dæmi um afrennslisflokka sem notaðir eru í afrennslisgreiningu á Írlandi eru sýndir á eftirfarandi myndum.
Af þeim tveimur vegum sem greindir voru á Írlandi er afrennsli vegar N56 í betra ástandi en á vegi N59. Meginhluti (68.4%) af athugaðri lengd vegar N56 féll í flokk 1,og aðeins 8.1% í flokk 3. Vegur N59 var í verra ástandi þar sem aðeins 23.7% féll í flokk 1.
Dæmi um flokkun brúna á Írlandi eru sýnd á eftirfarandi myndum.
Brúnir eru algengar á Írlandi. Á vegi N56 er meirihluti (55%) brúna í flokki 1, á meðan 21.4% féllu í flokk 3. Á vegi N59 var 34% í flokki 1 og 42% í flokki 3.
Ágallar í afrennsli:
Afrennsliskerfi vega á Írlandi er frábrugðið kerfum á norðurlöndum þar sem ROADEX afrennslisgreiningaraðferðin var upphaflega þróuð. Almennt voru afrennslisvandamál á Írlandi vegna óskilvirkra brúna og brattra skeringa.
Special:
Sértækar aðstæður á írska vegakerfinu eru steinveggir nálægt vegi. Almennt voru slíkir veggir meðfram vegköflum sem ekki höfðu verið endurgerðir. Þar sem ráðist hafði verið í endurbætur á vegum höfðu þessir veggir venjulega verið fjarlægðir. Algengt er því að þessir veggir séu mjög gamlir og oft ósýnilegir vegna mikils gróðurs. Afrennslisástand og yfirborð er venjulega lélegt þar sem svona aðstæður eru.
7.5 Noregur
Flokkun og tölfræði:
Afrennslisástandi á vegum sem athugaðir voru í Noregi var skipt í þrjá flokka: Flokkur 1 (gott ástand), flokkur 2 (ásættanlegt ástand) og flokkur 3 (lélegt ástand). Dæmi um flokkunina er sýnd á eftirfarandi myndum.
Um 2/3 af vegalengd sem athuguð var féll í flokk 1. 15 % vega féll samt sem áður í flokk 3, sem er nóg til þess að þörf sé á nýju slitlagi.
Tvö dæmi um brúnir í flokki 1 s.s. veghluta án brúna.
Brúnir voru á 34 % af athugaðri lengd sem er töluvert hátt hlutfall.
Ágallar í afrennsli:
Ágallar þeir sem uppgötvuðust í athuguninni voru mjög svipaðir þeim sem voru á hinum norrænu löndunum. Noregur er land fjalla og fjarða og því eru vegir oft staðsettir í hliðarhalla (72%). Vegna mikils hæðarmismunar yfir þversnið geta brekkur í skeringu verið mjög brattar. Getur þetta valdið afrennslisvandamálum ef ytri flái verður óstöðugur.
Sértækt:
Rof vegna ágangs vatns á brún slitlags getur valdið miklum vandamálum í hliðarhalla í leysingum í þáatíð.
7.6 Skosku, Hálöndin
Nákvæmar upplýsing um afrennslisgreiningu þá sem fór fram í Hálöndum Skotlands má finna í ROADEX IV skýrslunni “Summary of Drainage Analysis in the Scottish Highlands”.
Flokkun og tölfræði:
Afrennslisástandi athugaðra vega í Hálöndunum var skipt í þrjá flokka: Flokkur 1 (Gott ástand), flokkur 2 (ásættanlegt ástand) og flokkur 3 (lélegt ástand). Dæmi um þetta má sjá í eftirfarandi myndum.
Tölfræðin frá Hálandsvæðunum sýnir að meiriháttar vandamál eru í afrennsli vega. 1/3 vegalengdar féll í flokk 3, þ.e. meiriháttar afrennslisvandamál og aðeins 17% var í góðu ástandi, flokki 1.
Brúnir voru flokkaðar í tvo flokka: Flokkur 1 (engin brún), flokkur 2 (brún er til staðar).
Engar brúnir voru aðeins á 15.5% af athugaðri lengd. Bæði tölfræðin yfir afrennsli og brúnir bendir ótvírætt til þess að meðtalsafrennsli á þeim vegum sem athugaðir voru í Hálöndunum sé í lélegu ástandi.
Ágallar í afrennsli:
Ástæður ágalla á afrennsli í skosku Hálöndunum voru svipaðar og í hinum ROADEX löndunum. Sumstaðar var það þversnið vegarins sem olli vandamálum, sérstaklega í þröngum skeringum og fyrir ofan veg í hliðarhalla. Gamlir steinveggir við veg og háar brúnir hömluðu einnig afvötnun vegarins.
Sértækt:
Brúnir í Hálöndunum voru fremur háar. Venjulega er slíkar brúnir fjarlægðar við endurbætur á vegum en sumstaðar hafði þeim verið komið aftur fyrir eftir endurbætur.
7.7 Skotland, Vestureyjar
Nákvæmar upplýsingar um afrennslisgreiningu sem framkvæmd var á Vestureyjum má sjá í ROADEX IV skýrslunni “Summary of Drainage Analysis in the Western Isles, Scotland”.
Flokkun og tölfræði:
Eins og áður hefur verið komið inn á var afrennslisástandi vega í Skotlandi skipt í þrjá flokka: Flokkur 1 (gott ástand), flokkur 2 (ásættanlegt ástand) og flokkur 3 (lélegt ástand). Dæmi um flokkana má sjá á eftirfarandi myndum.
Miðað við Hálöndin var afrennslisástand í Vestureyjum í betra ástandi og meirihluti vegalengdar fór í flokk 1 (54%). 1/4 vegalengdar var samt sem áður í flokki 3 sem er ekki gott þegar líftími slitlaga er annars vegar.
Brúnir við veg voru flokkaðar í þrjá flokka í afrennslisgreiningunni á Vestureyjum: Flokkur 1 (engar brúnir), flokkur 2 (minniháttar brúni) og flokkur 3 (miklar brúnir).
Greiningin sýndi fram á að meirihluti vegakerfisins á Vestureyjum bjó við brúnir. Meirihluti lengdar ef horft var til brúna féll í flokk 3 (59%).
Ágallar í afrennsli:
Aðalmunurinn á þeirri vegalengd sem athuguð var á Vestureyjum, miðað við norrænu löndin, var að á eldri vegköflum voru brúnir algengar og ollu vandamálum. Inn í brúnunum eru kaplar og ljósleiðarar og gerir það erfitt um vik og dýrt að fjarlægja þær. Oft vantaði upp á að gegnumrennsli væri tryggt á brúnunum eða þau útrennsli sem voru til staðar voru stífluð. Nokkur steypt útrennsli voru brotin. Afrennslisástand nýlega endurbættra vega var almenn gott: Skurðir nægjanlega djúpir og brúnir höfðu verið fjarlægðar.
Sértækt:
Steinveggir hömluðu afvötnun yfirborðs. Langir vegkaflar lágu um mýrlendi þar sem engin tré voru til staðar.
7.8 Svíþjóð
Nákvæmar upplýsingar um afrennslisgreiningu sem framkvæmd var í norður Svíþjóð má finna í ROADEX IV skýrslunni “Summary of Drainage Analysis in the Umeå Area, Sweden, Seasonal Tests, Tools for Outlet Ditch Inventory”. The results of laser scanner and thermal camera tests are summarised in the ROADEX IV report “New Survey Techniques in Drainage Evaluation, Laser Scanner and Thermal Camera”
Flokkun og tölfræði:
Dæmi um afrennslisflokkun sem notuð var í Svíþjóð má sjá á eftirfarandi myndum.
Greiningin flokkaði mestan hluta þeirrar vegalengdar sem athuguð var í flokk 1. Afrennsli vegar 540 í norðaustur hluta svæðisins virtist vera í versta ástandi (aðallega flokkum 2 og 3) og vegirnir í norðvestur hluta svæðisins (363, 632 og 691) voru í besta ástandinu (aðallega flokki 1). Þessir vegir voru aðallega á sandríkum jarðvegi.
Ágallar í afrennsli:
Stærstu afrennslisvandamálin mátti finna á flötu og lágu landi, þar sem vatn stóð í skurðum. Frárennslisskurðir í slíku landi voru ekki með neinn langhalla og því var enginn hreyfing á vatni frá vegsvæðinu. Algeng afrennslisvandamál voru stífluð ræsi eða þau voru einfaldlega ekki til staðar við einkavegi. Hús og lönd í einkaeigu nálægt vegi valda einnig vandamálum þar sem mjög þröngt er um rásir eða aðrar afrennslislausnir sem til greina kæmu.
Sértækt:
Umeå Södra þjónustusvæðið í Svíþjóð var fyrsta athugunarsvæðið þar sem hitamyndavél og geislaskanni voru prófuð til þess að styðja við afrennslisgreininguna. Bæði tækin gáfu góða raun, sérstaklega notkun geislaskanna. Búast má við því að slík tæki eigi eftir að vera staðlabúnaður í framtíðinni þegar kemur að greiningum á afrennsli og eftirliti og einnig í viðhaldsstjórnun skurða.