Formáli
Netnámskeiðið „Vegir um mýlendi“ er afurð ROADEX IV verkefnisins. ROADEX IV verkefnið, “ROADEX Implementing Accessibility”, er tæknilegur, samvinnuvettvangur aðila frá nokkrum löndum á norður jaðarsvæðum Evrópu. Þeir aðilir eru; Hálandaráðið, skoska Skógræktin og Vestur-eyja ráðið frá Skotlandi, Norðvestur svæði norsku Vegagerðarinnar, Norðursvæði sænsku Vegagerðarinnar og sænska Skógræktin, Miðstöð efnhagslegrar þróunar, samgangna og umhverfis frá Finnlandi, grænlenska ríkistjórnin, íslenska Vegagerðin og írska Vega- og samgöngustofnunin. Leiðandi aðili í þessu verkefni er Norðursvæði sænsku Vegagerðarinnar og aðalráðgjafi er Roadscanners Oy frá Finnlandi.
Markmið námskeiðsins er að draga saman reynslu aðildarlandanna varðandi lagningu og viðhald vega um mýrlendi og gefa út á þannig formi að hún nýtist aðilum sem koma að vegagerð og skjótan hátt. Námskeiðið byggir að mestu leyti á reynslu frá ROADEX verkefnunum og stoðgögnum sem komið hafa til í samtölum höfunda við vegagerðarmenn og sérfræðinga á norðurjaðarsvæðunum.
Aðal framleiðsluteymið að baki þessu námskeiði samanstóð af Ron Munro frá Munroconsult Ltd., Haraldi Sigursteinssyni frá íslensku Vegagerðinni, Peter Carlsten og Gunnar Zweifel frá sænsku Vegagerðinni. Mika Pyhähuhta frá Laboratorio Uleaborg er ábyrgur fyrir listrænni hönnun og framleiðslu. Beðist er velvirðingar ef að einhverjir hafa gleymst í þessari upptalningu.
Framleiðsluteymið vill þakka öllum sem hafa komið að gerð netnámskeiðanna. Sérstakar þakkir fær ROADEX stýrinefndinni, sem Hr. Per-Mats Öhberg leiddi, fyrir allan stuðning sem nefndin hefur veitt varðandi hönnun og framleiðslu námskeiðsins. Hvatning þeirra og eldmóður hefur verið stöðugur drifkraftur.
Að lokum eru öllum starfsmönnum Norðurslóðaverkefnis Evrópusambandsins og ráðgjöfum á svæðunum færðar þakkir fyrir þann stuðning sem þau hafa veitt ROADEX verkefnunum fjórum síðustu 12 árin.
Ron Munro
Harldur Sigursteinsson
Peter Carlsten
Gunnar Zweifel
Mika Pyhähuhta