3. Vernduð náttúra

Náttúruverndarsvæði eru mjög mikilvæg þegar litið er til endurhönnunar og viðhalds fáfarnari hluta vegakerfisins. Skipuleggjendur og hönnuðir ættu að vera meðvitaðir um mismunandi gerðir verndaðrar náttúru sem getur orðið fyrir áhrifum af vegagerð. Þessi kafli veitir yfirlit yfir náttúruverndarsvæði á norðurjaðarsvæðunum.

3.1. Þjóðgarðar

3.1.1 Almennt

Þjóðgarðar eru vernduð landsvæði þar sem gefur að líta náttúrulegt eða að hluta til náttúrulegt umhverfi. Þessi svæði eru hugsuð sem útivistarsvæði og eru skipulögð þannig að almenningur geti notið þeirra, verndun dýra er í hávegum höfð og kvaðir vegna umhverfisáhrifa eru settar á uppbyggingu. Svæði þessi eru oftast í eigu ríkisins. Fyrsti þjóðgarðurinn var settur á laggirnar 1872 og í dag eru um 7000 þjóðgarðar á Jörðinni. Stærsti þjóðgarður heims er í norðurjaðrinum og ber hann nafnið Norðaustur Grænlands þjóðgarðurinn, stofnaður 1974.

Þessi stóru og að miklu leyti ósnortnu náttúrulegu landsvæði eru búin til með það að leiðarljósi að vernda náttúruna í nútíð til hagsbóta fyrir framtíðarkynslóðir. Eyðilegging eða röskun menningarminja eða náttúru er venjulega bönnuð. Aðal ástæðan fyrir stofnun slíkra garða er að veita almenningi aðgengi að skógum og sveit. Sérstök, náttúruleg eða menningarleg, svæði má vernda í þjóðgörðum fyrir hefðbundinni notkun og landbúnaðarnotkun.

Þjóðgörðum ROADEX landanna er lýst hér á eftir. Eins og áður er löndunum raðað í stafrófsröð.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/National_park

3.1.2 Grænland

Aðeins einn þjóðgarður er á Grænlandi en hann er sá stærsti og jafnframt hinn norðlægasti á Jörðinni. Norðaustur Grænlands þjóðgarðurinn nær yfir 972 000 km2.

Garðurinn einkennist af stórum ísilögðum svæðum en hann tekur einnig yfir nokkur íslaus svæði meðfram ströndinni sem og nyrst. Engin varanlega byggð er í þjóðgarðinum. Dýralífið einkennist af moskus nautum, ísbjörnum og rostungum ásamt ýmsum fuglategundum.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Northeast_Greenland_National_Park

3.1.3 Finnland

Grunnhugmyndin að baki þjóðgörðum Finnlands er að vernda mikilvægustu náttúrulegu svæði Finnlands, bæði á alþjóðlega sem og innanlands vísu. Garðar þessir eru opnir almenningi. Innviðir og þjónusta, eins og leiðsögumenn eru oft til staðar. Finnska Skóga- og þjóðgarðaþjónustan hefur eftirlit með þjóðgörðunum.

Þjóðgarðar Finnlands eru 37 að tölu. Stærsti garðurinn er Lemmenjoki (2850 km2). Hann er í norðurhluta Finnlands í sveitarfélögunum Inari og Kittilä. Lemmenjoki þjóðgarðurinn er stærsta náttúruverndarsvæði Evrópu.

Heimildir:

http://www.luontoon.fi/RETKIKOHTEET/KANSALLISPUISTOT/Sivut/Default.aspx

http://fi.wikipedia.org/wiki/Lemmenjoki

http://fi.wikipedia.org/wiki/Lemmenjoen_kansallispuisto

3.1.4 Ísland

Þrír þjóðgarðar eru á Íslandi. Snæfellsjökulsþjóðgarður, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu (12.000 km2). Garðurinn nær yfir 12% yfirborðs Íslands. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs liggur Vatnajökull, Skaftafell og Jökulsárgljúfur og eru það svæði sem áður voru sérstakir þjóðgarðar. Þau voru sameinuð árið 2008 við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_national_parks_of_Iceland
http://en.wikipedia.org/wiki/Vatnaj%C3%B6kuls%C3%BEj%C3%B3%C3%B0gar%C3%B0ur

3.1.5 Írland

Á Írlandi eru 6 þjóðgarðar. Sá stærsti (110 km2) er Ballycroy þjóðgarðurinn í Mayo sýslu. Ballcroy þjóðgarðurinn er stærsta samhangandi mýrlendi Evrópu. Svæði þetta fellur einnig undir sérstaka vernd og er partur af Natura 2000 verkefninu. Einkennandi fyrir svæðið eru fen, klettar og vatnasvæði straumfalla. Einnig má finna nokkrar sjaldgæfar plöntur og dýrategundir í þjóðgarðinum.

Heimildir:


http://en.wikipedia.org/wiki/National_Parks_in_the_Republic_of_Ireland
http://en.wikipedia.org/wiki/Ballycroy_National_Park

3.1.6 Noregur

Á meginlandi Noregs eru 33 þjóðgarðar og 7 á Svalbarða. Stærsti þjóðgarðurinn á meginlandinu eru Harðangursöræfi (3422 km2), sem nær yfir sýslurnar Buskerud, Hörðaland og Þelamörk í vesturhluta Noregs. Háfjallaloftslag ríkir þar allt árið um kring og þar má einnig finna einn af stærstu jöklum Noregs. Þetta svæði er stærsta háslétta Evrópu.

Svæðið einkennist af gróðurleysi, óskógivöxnum mýrlendum með tjörnum, vötnum og lækjum. Nokkur munur er á landslagi austur og vesturhelmings svæðisins. Vesturhlutinn er grýttari og klettar þekja stórt svæði á meðan austurhlutinn er flatari og gróðursælli. Stærstu hreindýrahjarðir heims eiga sér búsvæði í þjóðgarðinum. Gróður einkennist af grófgerðu grasi, mosa (sérstaklega barnamosa) og fléttum.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_national_parks_of_Norway
http://en.wikipedia.org/wiki/Hardangervidda_National_Park

3.1.7 Skotland

Skosku þjóðgarðarnir voru stofnaðir til þess að hafa betri stjórn á sérstæðustu svæðum Skotlands þar sem má finna mikla náttúrulega fegurð og menningarlega arfleifð.

Markmiðið með þeim er að:

• að vernda og viðhalda náttúrulegri fegurð og menningararfleifð.

• að stuðla að sjálfbærri notkun náttúruauðlinda svæðisins.

• að efla skilning og ánægju almennings (þar með talið ánægju í formi afþreyingar) á sérstökum eiginleikum svæðisins.

• að stuðla að sjálfbærri félagslegri og efnahagslegri þróun samfélaga á svæðinu.

Tveir þjóðgarðar eru í Skotland. Loch Lomond og Trossachs þjóðgarðurinn og Cairngorms þjóðgarðurinn. Loch Lomomd og Trossachs garðurinn er sá fjórði stærsti (1865 km2) á Bretlandseyjum. Svæðið samanstendur af fjölmörgum fjöllum og vötnum. Cairngorms þjóðgarðurinn er staðsettur í norðausturhluta Skotlands. Hann er stærsti þjóðgarður Bretlandseyja (4528 km2). Hann nær yfir Aberdeenskíri, Moray, Highland Angus, Perth og Kinross svæðin. Landslagið er svipað og á Harðangursöræfum í Noregi.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/National_parks_of_Scotland
http://en.wikipedia.org/wiki/Loch_Lomond_and_The_Trossachs_National_Park
http://en.wikipedia.org/wiki/Cairngorms_National_Park

3.1.8 Svíþjóð

Sænskir þjóðgarðar voru stofnaðir með það að leiðarljósi að vernda vistkerfi í sínu náttúrulega umhverfi, og jafnframt varðveita fallegt náttúrulegt umhverfi fyrir gesti. Þjóðgarðarnir veiti einnig almenningi aðgang að skógum og sveitalandslagi. Umhverfisverndarstofnun hefur umsjón með stjórnun sænsku þjóðgarðana og leggur til stofnun nýrra garða. Reglur er mismunandi eftir görðum en almennt er bannað að trufla eða raska neinu í umhverfinu. Þessi almenna regla á einnig við allt sveitalandslag Svíþjóðar undir reglum um aðgengi almennings.

Það eru 29 þjóðgarðar í Svíþjóð. Þeirra  stærstur er Padjelanta (1984 km2). Padjelanta er hluti af Laponi héraðinu þar sem einnig má finna 3 aðra garða og tvö náttúruverndarsvæði. Svæðið er einnig hluti að heimsminjaskrá UNESCO. Það þýðir að UNESCO (Menntunar, vísinda og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) telur að svæðið búi yfir mjög sérstæðum menningar og/eða eðlisrænum eiginleikum

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_national_parks_of_Sweden#National_parks

http://en.wikipedia.org/wiki/Padjelanta

http://en.wikipedia.org/wiki/World_Heritage_Site

http://en.wikipedia.org/wiki/UNESCO www.naturvardsverket.se

3.2 Náttúrverndarsvæði

Friðlönd eru venjulega lítil, nánast óspillt svæði sem sett hafa verið á laggirnar til þess að vernda sérstæð vistkerfi. Friðlönd má finna í öllum ROADEX löndunum. Friðlönd er stofnsett með það að leiðarljósi að vernda líffræðilega fjölbreytni, og vistkerfi verndaðra tegunda, vernda verðmætt náttúrulegt umhverfi og veita fólki aðgengi að skóglendi og sveitum. Hömlur eru oftast ekki settar á aðgengi að friðlöndum en veiði getur verið bönnuð. Venjulega eru friðlönd sett á laggirnar til þess að vernda sérstæðar náttúrulega myndanir eins og jökulgarðar, trjálundi er búa yfir mikilli líffræðilegri fjölbreytni, óspillt skóglendi, náttúruvætti og strandlengjur.

Sem dæmi má nefna að á Íslandi eru nokkur friðlönd þar sem hömlur eru settar á uppbyggingu og svæði til almennra nota. Friðlöndin hafa verið stofnsett til þess að vernda verðmætt dýralíf og landslag. Mismunandi miklar hömlur eru til staðar. T.d. er eitt friðland í nágrenni við almenna umferð á meðan á Hornströndum, á norðvestanverðum Vestfjörðum eru lagðar hömlur á uppbyggingu. Hornstrandir eru samt sem áður opnar almenningi.

Heimildir: http://english.ust.is/National-Parks/Protectedareas/nature-reserves/

3.3 Natura 2000

Natura 2000 er samstarfvettvangur Evrópusambandsins yfir mikilvægustu náttúrlegu búsvæða í Evrópu. Markmið Natura 2000 verkefnisins er að tryggja lífvænleika og vernd verðmætustu tegunda og búsvæða Evrópu til langra framtíðar. Það er ekki kerfi náttúrverndarsvæða þar sem öll umsvif manna eru bönnuð. Slík svæði má finna í flestum aðildarlöndunum með það að markmiði að stöðva útrýmingu tegunda og vistkerfa. Eitt af markmiðum Natura 2000 er að tryggja framtíðarstjórnun svæðanna sé sjálfbær, bæði með tilliti til vistkerfanna og í efnahagslegum skilningi.

Heimild fyrir mynd:  http://www.natura.org/

Árið 2009 voru 22.149 svæði (alls 13,6% af heildarlandsvæði Evrópusambandsins) og 1391 sjávarsvæði (131,459 km²) innan Natura 2000 verkefnisins. Fjölda Naturu 2000 svæða innan ROADEX landanna má sjá í töflunni. Noregur, Grænland og Ísland tilheyra ekki Evrópu sambandinu og eru þarafleiðandi ekki innan Natura 2000.

EU Finnland Svíþjóð Írland Skotland
Fjöldi staða 22 419 1715 3983 424 391
Heildarsvæði staða (km2) 716 992 48 552 64 468 13 558 7877

Samantekt á Natura 2000 stöðum og svæðum í þeim ROADEX aðildarlöndum sem eru innnan Evrópusambandsins.

p>Heimildir:

http://ec.europa.eu/environment/nature/natura2000

http://www.scotland.gov.uk/Topics/Environment/Wildlife-Habitats/protectedareas/NATURA

Fleiri en 900 tegundur og 170 vistkerfi eru á válista í Evrópu. Þess er krafist að hvert og eitt Natura 2000 svæði hafi áætlun þar sem kemur fram í smáatriðum hvað eigi að vernda. Natura 2000 svæði getur verið hvaða form af vistkerfi sem er allt frá engjum til fjallasvæða. Áætlunin verður að fylgja þeim leiðbeiningum sem eru gefnar út varðandi Natura 2000 svæði. Frá sjónarhóli vegagerðar er mikilvægt að hafa í huga hvaða ráðstafanir eru heimilar á slíkum svæðum þar sem allar aðgerðir sem hafa mikil áhrif á Natura 2000 svæði verða stöðvaðar af eftirlitsaðila svæðisins.

Auk Natura 2000 er fleiri nýjar umhverfisverndaráætlanir í gangi. Eitt þeirri nefnist „Grænir innviðir“ sem miðar að styrkja vistkerfi með þróun samhæfðar landnotkunar og stjórnunar. Þessi áætlun var sett á laggirnar til þess að vernda og endurheimta verðmæta náttúrlega arfleifð Evrópu og sporna við tapi og sundrungu í náttúrulegu umhverfi. Áform eru um að bæta tækifæri fartegunda og að tengja búsvæði sem hafa verið aðskilin með vegum (samgönguæðum), nýta land betur og stækka náttúruleg svæði innan borga og bæja.

Heimildir:

http://ec.europa.eu/environment/nature/natura2000

http://www.scotland.gov.uk/Topics/Environment/Wildlife-Habitats/protectedareas/NATURA

3.4 Verndarsvæði fugla og gróðurs

Fuglaverndarsvæði er landsvæði sem hannað með það að markmiði að vernda fuglategundir. Slíkt svæði veitir fuglum náttúrlegt skjól. Aðal markmið slíkra svæða er að koma í veg fyrir að tegundir komist á válista eða deyja út. Hættur sem stafa að fuglaverndarsvæðum eru venjulega veiðar eða eyðilegging búsvæða. Verndarsvæðin skapa jafnframt góð skilyrði fyrir fuglaskoðun. Stjórnun slíkra svæði fer venjulega fram hjá stofnunum sem ekki er reknar í hagnaðarskyni eða opinberum stofnunum.

Heimild:  http://en.wikipedia.org/wiki/Bird_reserve

Það eru mörg fuglaverndarsvæði í ROADEX löndunum. Á Grænlandi eru 55 svæði, á Finnlandi 97, á Írlandi 140, á Íslandi 61 og í Svíþjóð 86. Í Noregi eru aðeins um 50 fuglaverndarsvæði. Flest fuglaverndarsvæði í ROADEX löndunum má finna á Skotlandi, 180 að tölu.

Heimild:  www.birdlife.org

Gróðurverndarsvæði má vernda gegn uppbyggingu vega og ættu verkfræðingar að vera meðvitaðir um slík svæði þegar vegir eru hannaðir, lagðir og styrktir. Verkfræðingar er vinna að gerð skógarvega þurfa sérstaklega að huga að tegundum sem njóta verndar. Listar og gagnagrunnar er ná yfir gróðurverndarsvæði eru yfirleitt ekki opnir almenningi vegna ótta við að plöntusafnarar gætu aflað sér vitneskju um staðsetningu tegunda í útrýmingarhættu. Yfirvöld vegamála ættu að geta aflað sér upplýsinga um vernduð svæði frá ráðuneyti umhverfismála í viðkomandi landi.

Heimildir, aðrar en ROADEX upplýsingar og útgáfur sem notaðar eru í þessum kafla, má sjá í enda hvers kafla.

SHARE: