7. Vegir, vatn og votlendi

7.1 Almennt

Vegur hefur ávallt áhrif á flæði vatns. Vegbyggingin sjálf getur virkað sem hindrun og hönnun og bygging afvötnunarkerfa hefur í för með sér skurðgröft meðfram vegi sem og gröft frárennslisskurða. Í þurrari landi (grófgerðum jökulgörðum, sandi, o.s.frv.) verða slík umhverfiáhrif venjulega ekki mikil, en áhrif nýrrar gerðar afvötnunar á votlendi geta verið umtalsverð. Alltaf ætti að taka náttúrlegt flæði vatns með í reikninginn þegar afvötnunarkerfi eru hönnuð.

Við hönnun algerlega nýrra vega ætti alltaf að fara fram landmæling til þess að hægt sé að ákvarða bestu legu vegar. Góð kostur til þess að átta sig á landslagi er notkun loftmynda eða nútíma kortagerð út frá laserskanna gögnum. Þegar um er ræða mýrlendi ætti einnig að ákvarða staðsetningu mýrlendis og dýpt mýrarjarðvegs. Þessar upplýsinga eru nauðsynlegar fyrir umhverfismat en geta einnig nýst sem gögn í jarðtæknilega hönnun. Mælt er með notkun jarðsjár og prufuhola.

Fyrirkomulag afrennslis getur verið vandkvæðum háð vegna laga og reglna um verndun umhverfis en mikilvægt er að afrennsli vega virki! Vegir brotna mjög hratt niður ef að afrennsli er ekki fullnægjandi. Mikilvægasti þáttur afrennsliskerfi vegar eru frárennslisskurðar.

Ræsi sem vantar eða eru stífluð geta líka valdið vandræðum Náttúruleg vistkerfi geta tekið breytingunum þegar vegur er byggður yfir mýrlendi. Venjulega eru þessi svæði viðkvæmir mýrarpollar. Versta vísbendingin um miklar breytingar eru dauð eða deyjandi tré.

Íhuga þarf vandlega alla veglagningu um mýrlendi. Mór er lífrænt efni sem virkar á annan hátt en önnur jarðefni þegar hann verður fyrir álagi af völdum vegar og umferðar. ROADEX netnámskeiðið „Vegir um mýrlendi“ Roads on Peatfjallar um þá sérstöku eiginlega sem mýrlendi búa yfir og hvað ætti að taka tillit til þegar kemur að slíkum vegum.

Heimild: Roadscanners answers to the Questionnairy about road and wetlands, prepared by Clayton Gillies pdf,)

7.2. Skurðir við veg

Þegar unnið er að uppbyggingu eða endurbótum á núverandi vegum eru venjulega til staðar einhverskonar yfirborðsafvötnun og afvötnunarkerfi. Þýðir þetta að mestu umhverfisáhrifin eru þegar til staðar og líklegast er aðeins þörf á minniháttar breytingum á núverandi afvötnunarkerfum. Oftast eru slíkar breytingar gerðar í sátt og samlyndi.

Samt sem áður ætti að hafa í huga að þegar skurðir eru hreinsaðir þarf að fjarlægja ákveðið magn jarðvegs og endurnýting þessa jarðvegs ætti að vera í forgangi þar sem slíkt er hægt. Venjulega er jarðvegur úr botni skurða óhæfur til vegagerðar en oft er hægt að nota slíkt efni í landmótun á ákveðnum svæðum. Tryggja þarf að jarðvegurinn nái ekki að flæða aftur ofan í skurðinn. Annar valkostur er að flytja jarðveginn á urðunarstað. Í slíkum tifellum þarf að tryggja að efnið endi ekki á svæðum þar sem það getur valdið skaða. Ætla má að einhver mengandi efni finnist í skurðum og því ætti ekki að urða slíkt efni þar sem mikið er um gegnumstreymi vatns. Velja ætti harðlendi, svo sem jökulruðningssvæði, sem urðunarstað.

Hönnun frárennslis getur verið erfið ef að vegur liggur um langar vegalengdir í skeringu eða um mýrlendi. Fenjalönd eru venjulega mjög flöt og því stendur vatnið og hreyfist lítið. Frárennslisskurður getur því þurft að vera töluvert langur til þess að ná að vatnsfalli sem hentar og tækin sem grafa hann geta valdið óæskilegum áhrifum á land. Almennt gilda takmarkanir um vinnu í vernduðu votlendi. Ef mögulegt er ætti að haga frárennsli þannig að það renni meðfram vegi að næsta vatnsfalli til þess að varna truflun á straumfræði votlendisins.

Heimild:  Clayton Gilliesin pdf, svör Roadscanners

7.3 Ræsi

Ræsi eru nauðsynlegt til þess að gera vatni kleift að flæða í gegnum veg. Af augljósum ástæðum þurfa þau að vera eins víð og vatnsflæðið kallar á, en þegar ný ræsi eru hönnuð eða gömlum skipt út er nauðsynlegt að hafa umhverfið í huga. Landdýr eiga oftast auðvelt með að komast yfir veg en fiskar, froskar og slík dýr eiga erfiðara með það. Ræsi mega ekki virka sem gildrur fyrir vatnadýr.

Ef ræsi virkar sem þverun læks, þarf dýpi vatns að vera nægjanlegt til þess að fiskar geti synt um það. Einnig þarf að tryggja að vatnsborð í ræsinu sé jafnhátt og vatnsborð lækjarins, og ekki ætti að mynda foss við enda ræsisins. Svona ættu öll ræsi að vera. Þrátt fyrir að froskar geti stokkið verður botn ræsis að vera eins nálægt því að vera í sömu hæð og botn nærliggjandi skurða.

Fínefnagildru ætti að koma fyrir þar sem jarðefnið í skurðum er fínefnaríkt. Þetta er sérstaklega mikilvægt í nýjum skurðum þar sem fínefnaríkt efni getur auðveldlega orðið fyrir rofi áður en gróður kemur því í jafnvægi. Slíkt rof getur valdið gruggi í læk neðan ræsis. Aðalvirkni fínefnagildru er að hægja á flæði vatns þannig að fínefni fái tækifæri til þess að falla út. Einnig má mynda útfellingarholu inntaksmegin ræsis til þess að minnka grugg o.s.frv.

Heimildir: PPD Technical note stilt traps and filter peds – draf  Coillte: Forest Operations & Water Protection Guidelines

Allar ræsisgerðir má nota í vegavinnu. Hverju og einu ætti að koma fyrir í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Ræsi eru venjulega staðsett á harðlendi og getur það valdið því með tímanum að vegur sígi og veghluti ofan ræsis stendur hærra. Komast má hjá þessu með því að byggja aðlögunarkíla beggja vegna ræsis til þess að lágmarka breytingu í vegi. Í sumum tilfellum (mjög sjaldgæft í raun) má nota ræsi til þess að halda jafnvægi á yfirborðsvatni beggja vegna vegar. Ræsum ætti að koma fyrir með viðeigandi millibili til þess að varna að vatn safnist fyrir á þeirri hlið vegar sem hærra stendur. Ef bilið er of mikið milli ræsa getur myndast tjörn upp við veginn, sem gefur til kynna frekari þörf fyrir ræsi.

Heimild:  Clayton Gilliesin pdf, svör Roadscanners

7.4 Stöðugleiki í halla

Stöðuleiki innri og ytri bakka skurða ætti að vera umfjöllunarefni þegar litið er til umhverfisþátta. Stöðugleiki brekka er algengt vandamál í vegskeringum og rof getur orðið í þeim vegna yfirborðsvatns og grunnvatns.

Efni úr brekkum sem hafa orðið fyrir rofi getur flætt aftur út í skurði og stíflað flæði vatns. Getur þetta valdið hærri grunnvatnsstöðu. Vandamálið verður verst þar sem um er að ræða fínkornóttan sand og silt og þar sem flæði grunnvatns er mikið. Góð leið til þess að varna rofi er sáning gróðurs. Lagðar hafa verið til nokkrar aðferðir í ROADEX verkefninu til þess að auka stöðugleika halla.

Heimildir, aðrar en ROAEDEX upplýsingar og útgáfur sem notaðar eru í þessum kafla eru kynntar eftir hvern kafla.

SHARE: