6. Umhverfissjónarmið í hönnun vega

Venjulega er tekið á þeim umhverfisþáttum er varða vegframkvæmd á hönnunarstiginu og leggja ætti mikla áherslu á að vernda náttúrulegt umhverfi frá tengdum áhrifum. Þetta getur verið allt frá dýrum, plöntum, jarðfræði og landslagi, og þeim náttúrulegu ferlum sem verka á öll þessi atriði. Ef þetta tekst, ásamt góðri skýrslugerð og upplýsingagjöf er líklegt að færri andmæli verkinu. Athuga: Bæði veghaldari og verktaki bera lagalega ábyrgð á öllum skemmdum sem verða á umhverfi og þeim kostnaði sem af þeim stafar.

Grunnmarkmiðið í þessari vinnu ættu að vera:

• að finna allar tegundir og sérstök svæði á framkvæmdasvæði áður en nýbygging eða styrking hefst.

• verndun þessara tegunda og svæða á meðan á byggingartíma stendur.

Einn mjög mikilvægur þáttur, þegar kemur að hönnun nýrra vega, er að taka tillit til þverun dýra yfir veginn og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að dýrum sé unnt að þvera veginn á öruggan hátt. Lausnin gæti verið að hanna sérstakar brýr eða göng sem henta þeim dýrum sem um ræðir. Slíkar aðgerðir bæta umferðaröryggi og draga úr dauða villtra dýra á veginum.

Á hönnunarstiginu er mikilvægt að framkvæma umhverfisgreiningu fyrir hvern og einn valkost til þess að sýna fram á mismunandi áhrif mismunandi valkosta. Umhverfisgreiningar eru ekki alltaf lögbundnar, en þær eru nytsamlegar til þess að sýna fram á áhrif á meðan á hönnunarstigi stendur. Þegar vitað er um líkleg áhrif er hægt að nota þá vitneskju til þess að taka góðar ákvarðanir.

Sérstaklega ætti að sýna þekktum viðkvæmum svæðum aðgát í fyrirhuguðum verkum til þess að allir aðilar séu meðvitaðir um tegund og staðsetningu þeirra. Hægt er að grípa til aðgerða þegar nauðsynlegt er að vernda ákveðin svæði. Einföld girðing getur stundum verið nóg á meðan viðameiri vernd þarf til annarsstaðar. Árstími getur einnig verið mikilvægur þáttur fyrir sumar dýrategundir. Fugl á eggi eða með unga snemmsumars getur verið mjög viðkvæmur fyrir truflun á meðan sami fugl flytur sig úr stað að hausti og ekki þarf að hafa meiri áhyggjur af honum það árið.

Vegaframkvæmdir eiga sér stundum stað á landsvæði sem af ýmsum ástæðum, er undir sérstakri vernd náttúruverndarlaga. Í slíkum tilfellur er mjög mikilvægt að öll vinna fari fram innan samþykkts vegsvæðis og tryggja þarf að allir sem komi að máli séu meðvitaðir um þetta. Núverandi bílastæði ætti að nota til lagningar vinnutækjum og geymslu á búnaði, helst í samstarfi við náttúrverndaryfirvöld. Almenn dómgreind er oftast það sem þarf til þegar um slík mál er að ræða. Ef þörf er á sérstakri aðstoð ætti að eiga samstarf við viðeigandi yfirvöld og þau hafa sambandi við aðila sem búa yfir sérþekkingu, ef það er talið nauðsynlegt.

Aðrar heimildir en ROADEX upplýsingar og útgáfa sem notaðar eru í þessum kafla: www.ymparisto.fi www.ymparisto.fi

SHARE: