Á undanförnum áratugum hefur lítið verið fjallað um umhverfismál þegar rætt hefur verið um ástandsstjórnun vega á norðurjaðarsvæðum Evrópu. Hreinleiki umhverfisins hefur í gegnum tíðina þótt vera tryggður til framtíðar. Á síðustu árum hefur hins vegar orðið vitundarvakning í samfélaginu varðandi þær breytingar sem steðja að umhverfi og loftslagi og leitað hefur verið leiða til þess að draga úr neikvæðum áhrifum. Þessi almenna áhugi á umhverfismálum nær einnig til vega og samgöngugeirans.
Vegagerð, viðhald og umferð á vegum getur haft veruleg áhrif á umhverfið, ef ekki er vel að gætt. Af þessum sökum þarf að grípa til virkra ráðstafana til að ná fram umhverfisvænni stjórnun á viðhaldi vega er miðar jafnframt að umhverfis- og efnahagslegum ávinningi. Helstu umhverfisáhrif er stafa frá vegageiranum eru útblástur frá umferð, þrátt fyrir að nýlagning, styrking og viðhald vega geti einnig valdið umtalsverðum áhrifum.
Umhverfisregluverk og matsferli flestra ROADEX landanna felur í sér leiðbeiningar fyrir hönnun vega og viðhald þeirra. Náttúruverndarsvæði, svo sem verndarsvæði fugla og plantna, fela almennt í sér takmarkanir á lagningu nýrra vega, sérstaklega þegar um er að ræða skógarvegi.
Viðhald vega getur haft ýmis áhrif á umhverfið. Algengustu áhrifin eru hávaði, ryk og titringur. Úr þessum áhrifum má draga úr með góðu skipulagi og viðhaldi. Til dæmis má draga úr rykmyndun með vökvun, betra vali á steinefnum og notkun rykbindiefna nálægt byggð. Einnig skyldi hafa í huga að vegbyggingarefni og vegbúnaður nýrra vega valdi sem minnstum umhverfisáhrifum. Gott efnisval getur þannig lágmarkað áhrif. Óvænta hætta, svo sem olíuleki, geta einnig valdið mengun grunnvatns eða jarðvegs. Einnig geta slæmar venjur þegar skipt er um ræsi haft skaðleg áhrif á fiskgengd í minniháttar vatnsföllum.
Á síðustu árum hefur mikil umræða farið fram um loftslagsbreytingar og hvernig má draga úr áhrifum þeirra. Kolefnislosun getur haft veruleg áhrif á loftslag. Mesta uppspretta kolefnislosunar er umferð og því er mikilvægt að veghaldarar beiti kröftum sínum að því að draga úr kolefnislosun. Allir geta hjálpað til við að draga úr losun með einstaklingsbundnum aðgerðum.
Þessi ROADEX netnáms pakki um „Fáfarna vegi og umhverfismál“ snýst um þau atriði er varða umhverfið þegar kemur að viðhaldsstjórnun slíkra vega.
Aðrar heimildir en ROADEX upplýsingar eða skýrslur sem notaðar eru í þessum kafla: Andrew Dawson: Water in road structures.